Barna- og unglingastarf Neskirkju er á fullu að undirbúa páskahátíðina. Í sunnudagaskólanum verður hefðbundinn sunnudagaskóli á Pálmasunnudag og síðan er stefnt á páskaeggjaleit í garði Neskirkju á Páskadagsmorgun kl. 11. Unglingastarfið hélt veglegt páskaeggjabingó s.l. þriðjudag og tóku hátt í 50 ungmenni þátt í því en gestir úr MeMe, æskulýðsfélagi Digraneskirkju, komu í heimsókn. Þá munu unglingar úr Fönix og NeDó taka þátt í páskavöku á aðfaranótt Föstudagins Langa sem verður haldin í Hafnafjarðarkirkju. Í síðustu viku kom Undraland, frístundaheimili Grandaskóla, í heimsókn og fengu fræðslu um sálmahefð okkar Íslendinga og píslarsöguna. Myndir er að finna á myndasíðu barnastarfsins.