Bréf á borði æskulýðsfulltrúans…
Þessi peningur á að renna til hjálparstarfs kirkjunnar. Við erum tvær átta ára stelpur í 3.C Melaskóla og héldum tombólu fyrir utan Melabúðina og söfnuðum 710 krónum. Kær kveðja. Nanna og Þorbjörg. Gangi ykkur vel að hjálpa 😉 Kærar þakkir stúlkur - það er sannarlega dýrmætt að sjá hvað þið [...]
Messa 9. maí
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Barnakórinn, Stúlknakórinn og Kór Neskirkju syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson organisti og Björn Thorarensen. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Líf og fjör í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Samfélag, veitingar og kökubasar á vegum Kórs Neskirkju á Torginu [...]
Messa 2. maí
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Líf og fjör í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Samfélag, súpa, brauð og kaffi eftir messu á Torginu. Ræðu Arnar Bárðar er [...]
Sjö leiðtogar frá Neskirkju útskrifast úr Farskólanum
Þann 24. mars s.l. útskrifuðust 7 stúlkur úr Farskóla leiðtogaefna en þær hafa sótt skólann í allan vetur. Farskólinn er vettvangur fyrir leiðtogaefni innan kirkjunnar til að öðlast fræðslu og þjálfun en samhliða skólanum hafa stúlkurnar aðstoðað í öllu barnastarfi Neskirkju. Kirkjan okkar er sannarlega rík af efnilegu ungu fólki. [...]
Opið hús miðvikudaginn 28. apríl
Við förum í heimsókn Útvarpshúsið, litumst um innanhúss, fræðumst um sögu ríkisútvarpsins, upptökur, útsendingar og dagskrárgerð. Steinþór Ingi tekur á móti okkur og leiðir okkur um húsið í Efstaleitinu. Opna húsið byrja með kaffiveitingum kl. 15 á Torgi Neskirkju.
Messa 25. apríl
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og leikir í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Samfélag, súpa, brauð og kaffi eftir messu á Torginu.
Bjartsýnisbusl á sumardaginn fyrsta
Á sumardaginn fyrsta mun barna- og unglingastarf Neskirkju sjá um dagskrá í Sundlaug Vesturbæjar sem ber heitið Bjartsýnisbusl. Ari Agnarsson mun spila vorlög á harmonikku og sunnudagaskólaleiðtogar munu flytja stuttar hugleiðingar um vonina og vorið. Í lok stundar munu síðan unglingar frá Neskirkju stýra leikjum í grunnu lauginni. Ókeypis verður [...]
Uppeldisnámskeið í Neskirkju – Uppeldi sem virkar
Mánudaginn 26. apríl hefst í Neskirkju uppeldisnámskeið sem að Helga Arnfríður sálfræðingur kemur til með að kenna. Námskeiðið ber heitið Uppeldi sem virkar – Færni til framtíðar en Helga hefur áralanga reynslu af kennslu slíkra námskeiða. Námskeiðið miðar að því að auka færni uppalenda og stuðla að nánari tengslum milli [...]
Sálumessa Fauré og mótettur í Neskirkju
Miðvikudaginn 21. apríl (síðasta vetradag) kl. 20.00. flytur Kór Neskirkju Requiem eftir Gabriel Fauré. Á tónleikunum verða einnig fluttar nokkrar mótettur m.a. eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur og Charles Villiers Stanford. Flytjendur á tónleikunum eru auk Kór Neskirkju, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jón Svavar Jósefsson barítón og á orgel leikur Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi er [...]
Messa 18. apríl
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Fermdur verður Kristján Thorlacius Finnsson, Grenimel 7. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og leikir í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Samfélag, súpa, brauð og kaffi á [...]