Á sumardaginn fyrsta mun barna- og unglingastarf Neskirkju sjá um dagskrá í Sundlaug Vesturbæjar sem ber heitið Bjartsýnisbusl. Ari Agnarsson mun spila vorlög á harmonikku og sunnudagaskólaleiðtogar munu flytja stuttar hugleiðingar um vonina og vorið. Í lok stundar munu síðan unglingar frá Neskirkju stýra leikjum í grunnu lauginni. Ókeypis verður í sund þennan dag og vöfflur og ís í boði.