Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 29. apríl

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Samfélag og veitingar á [...]

By |28. apríl 2012 11:32|

Árstíðir og geðslag

Opið hús kl. 15. Pétur Hauksson geðlæknir, fræðir um árstíðir og geðslag og fleira úr heimi geðlæknisfræðinnar. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu.

By |25. apríl 2012 13:07|

Trúa hverjum og fylgja hverjum?

Kristin kirkja á að fylgja Jesú Kristi en ekki öfugt. Þegar stofnun, siður eða kenning hafa forgang er alltaf hætta á Jesús Kristur sé skilinn í ljósi þeirra en ekki öfugt. Prédikun Sigurðar Árna á öðrum sunnudegi eftir páska, 22. apríl, er að baki þessari smellu.

By |23. apríl 2012 21:40|

Góði hirðirinn og aðalsafnaðarfundur

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Samfélag [...]

By |21. apríl 2012 21:27|

Að láta ljós sitt skína – Bjartsýnisbusl

Okkur í NeDó, unglingastarfi Neskirkju og Dómkirkju hefur löngum fundist það bjartsýni að halda sumardaginn fyrsta í miðjum aprílmánuði. Þeirri bjartsýni fögnuðum við í Vesturbæjarlauginni í morgun sem var í umsjá unglingaleiðtoga úr NeDó. Katrín Helga stýrði dagskrá, Daníel Ágúst var með hugleiðingu, Heiða, Þorbjörg og Helena sungu og Jökull [...]

By |19. apríl 2012 14:14|

Herdís Þorvaldsdóttir í Opnu húsi

Opið hús miðvikudaginn 11. apríl kl. 15. Herdís Þorvaldsdóttir er leikkona og baráttukona. Hún hefur markað djúp spor í leikhúsheimi Íslendinga. Hún hefur einnig beitt sér fyrir landvernd og ábyrgð í umgengni við landið. Herdís ræðir um vorið og flytur vorefni. Opið hús er alla miðvikudaga og byrjar á Torginu [...]

By |10. apríl 2012 14:45|

Hver drap Jesú?

Prédikun sr. Sigurvins Jónssonar á föstudaginn langa. Það er kaldhæðnislegt að sú beitta ádeila á valdsbeitingu sem birtist í Píslarsögunni hafi verið beitt sem valdatæki. Biblían hefur verið og er notuð sem valdatæki og vopn, jafnvel í okkar kirkju. Kirkjan er valdastofnum og hún gerir tilkall til valds, m.a. á [...]

By |6. apríl 2012 08:55|

Skírdagskvöld

Messa kl. 21.00. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt og á það lagðar 5 rósir sem tákn um sármerki Krists. Einleikur á gítar Kristófer Kvaran. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Vaktu með Kristi. Vaka með unglingum af höfuðborgarsvæðinu hefst í [...]

By |3. apríl 2012 10:22|

Föstudagurinn langi

Guðsþjónusta kl. 11.00. Píslarsagan lesin. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir syngur einsöng. Pamela de Sensi flytur Requiem nýtt verk fyrir einleiksflautu eftir organista kirkjunnar. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson.

By |3. apríl 2012 10:19|