Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa sunnudaginn 20. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Börnin byrja í messunni en fara síðan í sína árlegu vorferð (sjá hér). Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Samfélag og kaffi eftir messu á Torginu.

By |18. maí 2012 09:42|

Vorferð barnastarfsins

Vorferð sunnudagaskólans verður farin sunnudaginn 20. maí. Ferðin hefst í messu kl. 11 og síðan verður farið með rútu í Kaldársel þar sem verða grillaðar pylsur og farið í fjölbreytta leiki. Allir eru velkomnir í ferðina og þátttökugjöld eru engin.

By |18. maí 2012 09:40|

Guðsþjónusta Ísfirðinga

Hin árlega guðsþjónusta Ísfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldin sunnudaginn 20. maí kl. 14.00. Guðsþjónusta félagsins hefur undanfarin ár verið sungin í Neskirkju, í góðu samstarfi við sóknarprestinn ísfirska, sr. Örn Bárð Jónsson og verður engin breyting á í ár. Þá er Ísfirðingafélaginu í Reykjavík mikill heiður að því að Ísfirðingurinn [...]

By |18. maí 2012 09:39|

Uppstigningardagur 17. maí

Guðsþjónusta kl. 11. Hljómur - kór eldri borgara í Neskirkju syngur. Stjórnandi og organisti Magnús Ragnarsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar á Torginu að lokinni guðsþjónustu.

By |15. maí 2012 09:24|

Messa 13. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Samfélag og veitingar á [...]

By |11. maí 2012 10:38|

Vorferð

Opið hús miðvikudaginn 9. maí. Vorferð starfsins í Hellisheiðarvikjun. Virkjunini er sýningargluggi fyrir sjálfbæra jarðhitanýtingu Íslendinga.  Margmiðlunarsýningu og leiðsögn um virkjun jarðhitans á Hengilsvæðinu, jarðfræði og sérþekkingu Íslendinga á sviði jarðvarma. Kaffiveitngar á staðnum. Hljómur kór eldriborgara í Neskirkju slæst með í ferðina og tekur lagið. Lagt af stað frá [...]

By |9. maí 2012 09:04|

Hinum óþekkta Guði

Völvan unga varð að læra og horfast í augu við að heimurinn er harður, að hugsjónir, hrein trú og heilindi væru lúxus, sem aðeins glóparnir geta leyft sér. Ásættanlegt? Í prédikun Sigurðar Árna 6. maí var fjallað um Anda Guðs, trú, heilindi og trúariðnað. Prédikunin á þessum fjórða sunnudegi eftir [...]

By |7. maí 2012 19:21|

Messa 6. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |3. maí 2012 10:05|

Stefnumót í Neskirkju

3. og 6. maí ætlar Neskirkja að bjóða pörum og hjónum á rómantískt stefnumót. Í notalegu umhverfi munu sr. Sigurvin Lárus, hjónin sr. Sigurður Árni og Elín, prestshjónin Jóna Hrönn og Bjarni ásamt Magnúsi og Sesselju Thorberg halda líflega og fróðlega fyrirlestra um ást og hjónalíf og ræða um eigin [...]

By |3. maí 2012 08:40|

Listin, lífið og það skemmtilega

Opið hús miðvikudaginn 2. maí kl. 15. Guðrún Kristjánsdóttir setti nýlega upp listaverk í Peking í Kína. Hún hefur sýnt málverk austan hafs og vestan. Hún er einn kunnasti myndlistamaður þjóðar okkar. Guðrún ræðir um myndlistina, gæðin í lífinu og listina að lifa. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |30. apríl 2012 11:44|