Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 23. september

Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. Í messsunni verður boðið upp á talsvert viðameiri tónlist en venjulega, og [...]

By |21. september 2012 09:15|

Lúther í opnu húsi 19. sept.

Fyrsta opna húsið í Neskirkju í haust verður miðvikudaginn 19. september kl. 15. Marteinn Lúther og Katrín frá Bora koma í heimsókn. Sigurður Árni var á Lúthersslóðum í ágúst og segir frá ferð sinni, sýnir myndir og ræðir um Lútherslandið, siðbreytingu og siðbót, Þýska alþýðulýðveldið og fleira sem varðar arfleifð [...]

By |18. september 2012 08:21|

Messa 16. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyirr altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |14. september 2012 11:33|

Foreldrafundur fermingarbarna

Fundur með foreldrum/aðstandendum fermingarbarna verður fimmtudagskvöldið 13. september kl. 18-19 í safnaðarheimili Neskirkju - Torginu. Fermingarbörnin mæta ekki á þennan fund! Sjá nánar hér!

By |13. september 2012 14:28|

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar hefjast á nýju 13. september og verða alla fimmtudag kl. 10 - 12. Umsjón með starfinu hefur Nína Agnarsdóttir.

By |13. september 2012 09:18|

Hljómur, kór eldri borgara

Hljómur, kór eldri borgara, hefur hafið vetrarstarfemi sína við Neskirkju. Kórinn skipa menn og konur sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af söng bæði kirkjulegum og veraldlegum og sem vilja bæta söngtækni sína og raddbeitingu. Æfingar eru á mánudögum kl. 14:15 – 15:30 í safnaðarheimili Neskirkju. Kórinn syngur reglulega [...]

By |10. september 2012 09:12|

Messa 9. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf, Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |6. september 2012 15:14|

Barnastarfið hefst í dag.

Barnastarf Neskirkju hefst í dag en í vetur verður starf í boði fyrir alla aldurshópa barna. Dagskrá barnastarfsins ef eftirfarandi: Mánudagar 13.40-14.30 - Starf fyrir 6 ára börn. Þriðjudagar 13.40-14.30 - STN starf (7-9 ára) Þriðjudagar 15.00-16.00 - TTT starf (10-12 ára) Þriðjudagar 15.00-16.00 - Stúlknakór Neskirkju (10-12 ára) Fimmtudagar [...]

By |3. september 2012 11:26|

Haraldur Jónsson sýnir í Neskirkju

Sunnudaginn 2. september verður opnuð í safnaðarheimili Neskirkju sýning á innsetningu Haraldar Jónssonar myndlistarmanns sem hann hefur unnið sérstaklega inn í rými kirkjunnar. […]

By |31. ágúst 2012 15:57|

Messa 19. ágúst

Messa kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Fermingarbörn sem er á námskeiði þessa viku munu ganga til altaris í fyrsta sinn í fylgd sinna nánustu.

By |17. ágúst 2012 09:12|