Hljómur, kór eldri borgara

//Hljómur, kór eldri borgara

Hljómur, kór eldri borgara, hefur hafið vetrarstarfemi sína við Neskirkju. Kórinn skipa menn og konur sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af söng bæði kirkjulegum og veraldlegum og sem vilja bæta söngtækni sína og raddbeitingu. Æfingar eru á mánudögum kl. 14:15 – 15:30 í safnaðarheimili Neskirkju. Kórinn syngur reglulega í messum við Neskirkju og stefnir á tónleika í lok vetrar. Allir áhugasamir eru velkomnir í þennan góða hóp og að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu. Það eina sem þarf er áhugi á söng. Upplsýngar í síma 845 2149. Kórstjóri er Jóhanna Halldórsdóttir.

By | 2012-09-10T09:12:13+00:00 10. september 2012 09:12|