Helgihald á jólum
24. desember – Aðfangadagur Jólastund barnanna kl. 16.00. Umsjón með stundinni hafa starfsmenn barnastarfsins. Barna- og Stúlknakór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Sigurvin Jónsson. Aftansöngur kl. 18.00. Einsöngur Ragnhildur Þórhallsdóttir. Tompet Baldvin Oddsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Jólanótt kl. [...]
Messa á Þorláksmessu
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Jólasöngvar
Fimmtudaginn 20. desember kl. 20 verður jólasöngstund í kirkjunni þar sem Kór Neskirkju, Barna- og Stúlknakór Neskirkju og Hljómur, kór eldri borgara syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson og Jóhanna Halldórsdóttir. Einsöngur Ragnheiður Þórhallsdóttir. Eftir stundina verður boðið upp á kakó og piparkökur.
Ljósamessa 3. sunnudag í aðventu
Ljósamessa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Fermingarbörn lesa, leiða bænagjörð og tendra ljós. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Halla, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu [...]
Syngdu með – Messías
Óratorían Messías eftir G.F. Händel verður flutt á tónleikum í Neskirkju sunnudaginn 9. desember kl. 17.00. Þetta eru svokallaðir „sing-along“ tónleikar en þá gefst tónleikagestum færi á að syngja með í kórköflum. Slíkar uppfærslur á Messíasi eru orðnar hefðbundnar víða um heim. Fjölmargir íslenskir kórar hafa sungið Messías á undanförnum [...]
Annar sunnudagur í aðventu
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- og Stúlknakórar Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari og æskulýðsprestur flytur hugvekju. Kaffiveitningar á Torginu eftir messu.
Aðventudagatal LÆK 2012
Krakkarnir í LÆK (leiklistarfélagi sem starfar með hléum í Neskirkju) settu saman í fyrra aðventudagatal með hugleiðingum þeirra um jólin. Í ár vildu þau endurtaka leikinn og því birtist á hverjum degi hugleiðing fram að jólum á Neskirkja.is. Hátíð kærleika og friðar!
Fyrstu sunnudagur í aðventu
Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Sameigninlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Fermd verður Anna Sif Mogensen. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir [...]
Áslaug – Debussy og Pour le Piano
Opið hús kl. 15. Áslaug Gunnarsdóttir píanóleikari leikur og skýrir verk Debussy Pour le Piano frá 1901. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.
Messa, Messías og jazz
Messa og barnastarf, sunnudaginn 25. nóvember kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Agnar Már Magnússon leikur jassspuna á píanóið. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng og syngur nokkra kórkafla úr Messías eftir Handel en kórinn flytur verkið 2. og 9. desember n.k. Organisti og stjórnandi Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar [...]