24. desember – Aðfangadagur
Jólastund barnanna kl. 16.00. Umsjón með stundinni hafa starfsmenn barnastarfsins. Barna- og Stúlknakór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Sigurvin Jónsson.

Aftansöngur kl. 18.00. Einsöngur Ragnhildur Þórhallsdóttir. Tompet Baldvin Oddsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Jólanótt kl. 23.30. Töfrar söngs, sögu og Guðskomu. Áhersla verður lögð á söng jólasálma og spádómstextar verða lesnir og guðspjall jólanna. Háskólakórinn syngur. Organisti og stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson.

25. desember  – Jóladagur
Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Hátíðarsöngvar sungnir. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.

26. desember – Annar í jólum
Jólaskemmtun barnastarfsins kl. 11.00. Sögð verður saga og söngvar sungnir. Gengið verður í kringum jólatré og gestir koma í heimsókn.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Hljómur, kór eldri borgara syngur. Stjórnandi Jóhanna Halldórsdóttir. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyirr altari.