Sigur?
Líftengsl föður og sonar er lykill píslarsögunnar og raunar páskanna og hins kristna dóms. Guðsnánd Jesú var honum eðlileg – lífið sjálft. Íhugun Sigurðar Árna á kyrrðarstund í Neskirkju á föstudeginum langa er hægt að nálgast að baki báðum þessum smellum: tru.is og sigurdurarni.is
Páskar – hátíð lífsins
Páskadagur Hátíðarmessa kl. 8.00. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Morgunverður og páskahlátur eftir messu. Upprisutónleikar kl. 10.00. Steingrímur Þórhallsson organisti flytur tónlist. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Stundin er í umsjón sr. Sigurvins Jónssonar æskulýðsprests. [...]
Lífið mætir dauðanum
Við erum ekki aðeins Íslendingar heldur líka Gyðingar, við erum öll Rómverjar, öll fjandmenn Guðs - en samt líka lærisveinar sem er boðið til lífs í heilagleika. Júdas býr í okkur öllum - en líka Jesús Kristur. Hugleiðing Sigurðar Árna á skírdagskvöldi er að baki þessum smellum á tru.is og [...]
Er Neskirkja falleg?
Kirkjuhúsið Neskirkja – fyrsta nútímakirkjan á Íslandi - er merkilegt byggingar- og menningar-sögulegt djásn. En fegurð Neskirkju verður þó skilgreind af öðru en ytri ásýnd. Kirkja er hús fyrir samfélag, fyrir mikilvægustu söngva lífsins og bestu orð veraldar. Kirkja er veruleiki og samhengi þess að himin og jörð kyssast. Prédikun [...]
Helgihald í dymbilviku og á páskum
Skírdagskvöld Messa kl. 2o.00. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt og á það lagðar 5 rósir sem tákn um sármerki Krists. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Föstudagurinn langi Guðsþjónusta kl. 11.00. Píslarsagan lesin. Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. [...]
Kvöldmáltíð á skírdag í Neskirkju
Skírdagskvöld er ekki aðeins messukvöld í Neskirkju við Hagatorg heldur verður einnig boðið til máltíðar í anda síðustu máltíðar Jesú Krists. Hráefni í margrétta kvöldverði tekur mið af samhengi hennar. Ósýrt brauð, bitrar jurtir, fiskur og lambakjöt verða á borðum, saga Jesú íhuguð og tengd við upplifun og líf nútímafólks. [...]
Pálmasunnudagur
Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Eftri messu verður sýning Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá opnuð. Samfélag og kaffiveitingar.
Saltfiskur og íhugun – á föstudögum
Föstudagar á föstu eru saltfiskdagar í Neskirkju. Matur er fram reiddur kl. 12. Og svo verður fram að dymbilviku. Suðrænn saltfiskréttur á 1.500 krónur í hádeginu á föstudögum.
Sýning Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá
Sýning á verkum Kristínar Jónsdóttur verður opnuð í safnaðarheimili Neskirkju sunnudaginn 23. mars. Kristín sækir gjarnan innblástur í íslenska menningu og náttúru landsins. Hún vinnur verk sín í margvísleg efni en íslensk ull er meðal þess sem hún notar gjarnan í verkum sínum. Á sýningunni eru stór verk sem falla [...]
Orð, krydd og krásir
Opið hús miðvikudaginn 20. mars kl. 15. Bók með uppskriftum undir áhrifum frá Biblíunni var gefin út 2012. Höfundar eru Sigrún Óskarsdóttir og Kristín Harðardóttir settu saman uppskriftir að réttum og veislum og skrifuðu íhuganir í Biblíuanda. Sigrún, sem er prestur í Árbæjarkirkju, kynnir bókina. Allir velkomnir