Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Stýring

Krossgötur miðvikudaginn 29. janúar kl. 13.30. Geir Guðsteinsson, ritstjóri Vesturbæjarblaðsins segir frá blaðinu og vinnunni í kringum það. Kaffiveitingar.

By |28. janúar 2014 14:15|

Messa 26. janúar

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Toshiki Thoma. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |23. janúar 2014 10:28|

Hefur þú áhuga á kyrrð? En kyrrðardegi?

Kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn 25. janúar kl. 10-15.30. Kyrrðardagur er dekurdagur sálarinnar og hentar öllum, sem hafa áhuga á tilgangi eigin lífs, slökun og trú. Þau sem vilja rækta sinni innri mann og efla andlega heilbrigði eru velkomin. Íhuganir, bænir og tvær gönguferðir verða á dagskrá. Gerið svo vel að [...]

By |21. janúar 2014 21:08|

Persónuleg stefnumótun

Krossgötur miðvikudaginn 22. janúar kl. 13.30. Hvert var leyndarmál Gunnars Thoroddsens? Af hverju náði hann sem næst öllum markmiðum sínum? Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur og markþjálfi, opinberar leyndarmálið. Kaffiveitingar.

By |21. janúar 2014 11:08|

Meira vín? Messa 19. janúar

Ræðu Arnar Bárðar er hægt að nálgast hér. Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu [...]

By |16. janúar 2014 15:40|

Nýtt föstunámskeið Neskirkju – nokkur pláss laus

Viltu breyta og viltu lifa orkumeira lífi. Já, margir velja nýjan lífsstíl á nýju ári? Fullbókað er á janúarföstu Neskirkju sem nú er hafin og margir komust ekki að. Því var ákveðið að bjóða til nýs föstunámskeiðs og hefst það sunnudaginn 25. febrúar. Hjónin, Elín Sigrún Jónsdóttir og Sigurður Árni [...]

By |16. janúar 2014 11:19|

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru byrjaðir aftur eftir jólafrí. Foreldramorgnar eru í umsjón Nínu Agnarsdóttur og eru alla fimmtudaga frá kl. 10-12. Næsta fimmtudag er á dagskrá kaffi og spjall. Allir foreldrar hjartanlega velkomnir !

By |14. janúar 2014 17:51|

Hver er fatlaður og hver ekki?

Miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.30 koma góðir gestir á Krossgötur - opið hús til að fræða og svara spurningum. Fötlunarfræði. Snæfríður Þórdís Egilson, prófessor í fötlunarfræðum og Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í sömu grein, koma og ræða um sitt fag. Hvað er fötlun? Hverjir eru fatlaðir? Hverjir eru ekki fatlaðir? [...]

By |14. janúar 2014 11:38|

Lækað á lækinn – prédikun Arnar Bárðar sd. 12. janúar

Smelltu hér  til að hlusta á ræðuna og lesa punktana. Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Örnólfur Kristjánsson, sellóleikari flytur tónlist. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Messuþjónar aðstoða. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. [...]

By |9. janúar 2014 11:23|

Lygi eða sannleikur?

Sagan um vitringana er ekki goðsaga heldur helgisaga. En er helgisagan lygi eða sannleikur? Sigurður Árni skoðaði ýmsar hliðar á helgisögunni um komumennina sem færðu Jesú gjafir, merkingu sögunnar, hvort hún væri bull eða þjónaði einhverjum sannleika. Hugleiðing 5. janúar 2014 er að baki tveimur smellum, annars vegar á tru.is [...]

By |5. janúar 2014 22:09|