Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Arfur kirkjufeðranna

Krossgötur miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Sr. Sveinn Valgeirsson nágrannaprestur okkar úr Dómkirkjunni hefur rannsakað kirkjufeður fornkirkjunnar og mun ræða þátt þeirra í mótun tilbeiðslu kirkjunnar. Kaffiveitingar.

By |24. febrúar 2015 11:56|

Dr. Skúli S. Ólafsson settur í embætti

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson.  Sr. Birgir Ásgeirsson setur dr. Skúla S. Ólafsson í embætti prests í Neskirkju, sem predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi.  Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea, Katrín [...]

By |19. febrúar 2015 11:32|

Saltfiskur á föstu að suðrænum hætti

Hinir árlegu saltfiskdagar Neskirkju hefjast í hádeginu föstudaginn 20. febrúar kl. 12-13 og standa 6 föstudaga í röð. Boðið verður upp á suðrænan saltfisk. Máltíðin verður seld gegn vægu verði. Fastan er tími íhugunar og tiltektar í sál og sinni. Njótum föstunnar og höldum í gamlar hefðir.

By |19. febrúar 2015 09:33|

Krossgötur og pílagrímastígar

Krossgötur miðvikdaginn 18. febrúar kl. 13.30. Ferðasögur frá gönguferðum á helgum slóðum á Norður Spáni og víðar. Margrét Jónsdóttir doktor í spænskum bókmenntum segir frá. Kaffiveitingar.

By |17. febrúar 2015 11:46|

Guð er til

„Þó niðurstaða hinnar trúarlegu leitar sé ólík er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir þeirri viðleitni sem Jón Gnarr lýsir í grein sinni og það mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar. Alhæfingar hans um trú og trúarbrögð eru hinsvegar þess eðlis að þeim ber að svara.” Prédikun Sigurvins [...]

By |15. febrúar 2015 15:22|

Einar Garibaldi – Impression

Sunnudaginn 15. febrúar, í kjölfar messu sem hefst kl. 11 verður sýning Einars Garibaldi, Impression, opnuð á Torginu. Um sýninguna segir Einar: „Fyrirmynd verkanna á sýningunni er að finna á götukorti af Reykjavík, en þar hafa nokkrir áhugaverðir staðir í borginni verið dregnir fram með lítilli þrívíddarmynd. Einn þessara staða er Neskirkja [...]

By |12. febrúar 2015 11:35|

Messa 15. febrúar

Messa og barnastarf á Biblíudaginn kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea, Ásta Kristensa og Ari. Eftir messu verður sýning Einars Garibaldi, Impression, [...]

By |12. febrúar 2015 11:30|

Sálmabókin

Krossgötur kl. 13.30 miðvikudaginn 11. febrúar. Sálmabókin. Margrét Bóasdóttir er verkefnistjóri Biskupsstofu á sviði kirkjutónlistar og mun ræða um þátt söngsins í kristinni tilbeiðslu. Kaffiveitingar.

By |10. febrúar 2015 19:19|

Messa á Biblíudeginum 8. febrúar

Messa og barnastarf á Biblíudaginn kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Katrín Helga og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. Fulltrúar frá [...]

By |5. febrúar 2015 11:14|

Krossgötur 4. febrúar

Krossgötur miðvikudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Íhugunarbæn. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir hefur haldið námskeið um og iðkað kristna íhugun og gerir okkur grein fyrir eðli og gagnsemd hennar. Kaffiveitingar. Krossgötur er alla miðvikudaga kl. 13.30. Hægt er að sjá dagskrá vorsins hér!

By |3. febrúar 2015 09:20|