Fréttir

/Fréttir

Messa 19. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Gleði og söngur í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By | 2017-11-16T08:58:43+00:00 16. nóvember 2017 08:58|

Petite Messe Solennelle eftir Gioachino Rossini

Kór Neskirkju, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir messósópran, Gissur Páll Gissurarson tenór og Fjölnir Ólafsson bassi flytja Petite Messe Solennelle eftir Gioachino Rossini á tónleikum í Neskirkju 18. nóvember kl. 17 næstkomandi. Píanóleikur er í höndum þeirra Hrannar Þráinsdóttur og Evu Þyriar Hilmarsdóttur og Erla Rut Káradóttir leikur á harmóníum. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Mörg [...]

By | 2017-11-16T09:00:01+00:00 16. nóvember 2017 08:13|

Kristin trú og loftslagsbreytingar

Krossgötur þriðjudaginn 14. nóvember kl. 13. 14. nóvember. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í siðfræði: Kristin trú og loftslagsbreytingar. Um synd og náungakærleik. Hver eru tengsl kristinnar trúar við þau málefni sem hæst ber í samtíma okkar? Loftslagsmálin og siðfræði náttúruverndar eru kristnum mönnum hugleikin. Súpa og brauð í hádeginu á vægu verði.

By | 2017-11-13T09:17:54+00:00 13. nóvember 2017 09:17|

Messa og sunnudagaskóli 12. nóvember

12. nóvember er kristniboðsdagurinn í Þjóðkirkjunni. Þann dag verður messa og sunnudagaskóli að vanda kl. 11. Við hefjum stundirnar saman inni í kirkjunni en svo fara börnin í sunnudagaskólann þar sem sr. Ása Laufey, Katrín og Ari stýra söng, leik og fræðslu. Í messunni munu félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn [...]

By | 2017-11-09T14:44:34+00:00 9. nóvember 2017 01:37|

Samtal um siðaskipti: Steinunn Kristjánsdóttir

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.00. Þegar 500 ár og ein vika verða liðin frá upphafi siðaskiptanna köllum við eftir samtali um þennan stóra sögulega viðburð. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur heimsækir okkur en hún heldur því fram að siðaskiptin hafi verið afturför. Við spjöllum saman um gagnsemi og ógagn sem hlaust af því að guðfræði Lúthers varð ráðandi [...]

By | 2017-11-06T11:40:08+00:00 6. nóvember 2017 11:40|

Pípuhattar og annað praktískt

Krossgötur þriðjudaginn 7. nóvember kl. 13. Sigurður Þór Baldvinsson, yfirskjalavörður í utanríkisráðuneytinu:Úr skjalakompum utanríkisþjónustunnar. Sigurður gefur okkur innsýn í sögur og fróðleik íslensku utanríkisþjónustunnar. Á undan, kl. 12.05, er bænastund í kirkjunni.  Á Torginu er boðið upp á súpu í hádeginu gegn vægu verði.

By | 2017-11-06T11:34:02+00:00 6. nóvember 2017 11:34|

Látinna ástvina minnst við messu

Sunnudaginn 5. nóvember verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Í messunni verða lestrar allra heilagra messu lesnir og ljós tendruð í minningu látinna ástvina. Félagar úr kór Neskirkju syngja við undirleik Maríu Kristínar Jónsdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn verður í umsjón Katrínar Helgu Ágústsdóttur, Margrétar Hebu Atladóttur og Ara Agnarssonar.  Þar verður [...]

By | 2017-11-02T12:11:26+00:00 2. nóvember 2017 12:11|

Bach & Co á þriðjudögum (Tríó dögum)

Á þriðjudag 31. okóber kl. 12.00 verður í boði tríó sóanta númer tvö eftir meistara Bach. Einnig verður frumflutt á Íslandi Tríó sónata eftir Gottfried Henrich Stölzel (1690 - 1749). Fjallað verður aðeins um líf hans en þess má geta að hann tengdist Leipzig og hitti meðal annars Vivaldi á Ítalíu. Við orgelið situr að [...]

By | 2017-10-30T09:15:49+00:00 30. október 2017 09:12|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 31. október kl. 13. 95 kirkjuhurðir. Rúnar Reynisson hefur tekið myndir af 95 kirkjuhurðum víða um Ísland í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá því að Lúther festi upp mótmælaspjöld sín á kirkjuhurðina í Wittenberg. Hann leiðir okkur í gegnum sýninguna sem verður á Torginu. Kaffiveitingar. Í hádeginu er boðið upp á [...]

By | 2017-10-30T09:03:17+00:00 30. október 2017 09:03|

Messa 29. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sr. Skúli S. Ólafsoon. Söngur og gleið í sunnudagaskólanum sem er í umsjá Ásu Laufeyjar, Katrínar og Ara. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By | 2017-10-27T09:09:19+00:00 27. október 2017 09:09|