Guðsþjónusta og skírnarminning

Guðsþjónusta og skírnarminning kl. 11. Fjallað verður um skírnina og viðstöddum boðið að minnast eigin skírnar við skírnarfontinn. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Hressing og samfélag á torginu eftir guðsþjónustuna. Litir og blöð fyrir yngstu kynslóðina.

By |2023-06-17T12:11:42+00:0015. júní 2023 11:11|

Kaffihúsamessa 11. júní

Það er komið sumar og við höfum kaffihúsamessu í safnaðarheimili Neskirkju kl. 11 eins og fyrri sumur. Setið við borð með kaffibolla og hressingu undir helgihaldinu. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng við undirleik Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ritningarlestrar dagsins  leggja áherslu á að nýta auð okkar til góðs [...]

By |2023-06-06T10:48:20+00:005. júní 2023 10:43|

Messa á þrenningarhátíð 4. júní

Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Umfjöllunarefni predikunar: Allt sem þú vildir vita um þrenningarhátíð en þorðir ekki að spyrja... Allir hjartanlega velkomnir. Litir og blöð á staðnum fyrir yngstu kynslóðina. Kaffi og samfélag á torginu eftir messu að [...]

By |2023-06-02T10:01:56+00:002. júní 2023 10:01|

Hvítasunnan í Neskirkju

Hátíðarmessa kl. 11 á hvítasunnudag. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Einsöngur Guðrún Lilja Kristinsdóttir og Silja Björk Huldudóttir. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi og samfélag á torginu eftir messu. Annar í hvítasunnu. Gróðurmessa kl. 18. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms. [...]

By |2023-05-25T10:39:58+00:0025. maí 2023 10:39|

Sunnudagurinn 21. maí

Messa kl. 11.00. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi og samfélag eftir messu á Torginu.

By |2023-05-17T13:12:43+00:0017. maí 2023 13:12|

Vorhátíð sunnudaginn 14. maí

Vorhátíð barnastarfsins í Neskirkju hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar og leiðir stundina með Kristrúnu Guðmundsdóttur og starfsfólki barnastarfsins. Eftir guðsþjónutu verður fagnað í garðinum. Þar verður hoppkastali, andlitsmálning og fjör og Ari Agnarsson leikur á harmonikku. Starfsfólk Neskirkju grillar pylsur fyrir viðstadda. Verið [...]

By |2023-05-11T13:55:09+00:0011. maí 2023 13:44|

Messa og Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Eftir messu mun Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur ræðir hún bók sína „Lítil bók um stóra hluti“.

By |2023-05-05T08:06:54+00:005. maí 2023 08:06|

Þórunn Valdimarsdóttir

Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur heimsækir í Neskirkju strax að lokinni messu 7. maí kl. 11:00. Þar ræðir hún bók sína sem hefur yfirskriftina: Lítil bók um stóra hluti. Við mælum með því að fólk mæti í messuna og svo er erindi Þórunnar á Torginu í Safnaðarheimilinu í beinu framhaldi. Í kynningu á bókinni hjá Forlaginu [...]

By |2023-05-02T08:26:20+00:002. maí 2023 08:26|

Messa 30. apríl

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Söngur, sögur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu. Fyrir messu kl. 9.30 verður aðalfundur Nessóknar. Venjuleg dagskrá aðalsafnaðarfundar.

By |2023-04-28T10:29:25+00:0028. apríl 2023 10:29|

Aðalsafnaðarfundur Nessóknar

Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn sunnudaginn 30. apríl  kl. 9.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg dagskrá aðalsafnaðarfundar. Sóknarnefnd Neskirkju.

By |2023-04-22T10:12:16+00:0022. apríl 2023 10:09|