Vorhátíð barnastarfsins í Neskirkju hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar og leiðir stundina með Kristrúnu Guðmundsdóttur og starfsfólki barnastarfsins. Eftir guðsþjónutu verður fagnað í garðinum. Þar verður hoppkastali, andlitsmálning og fjör og Ari Agnarsson leikur á harmonikku. Starfsfólk Neskirkju grillar pylsur fyrir viðstadda. Verið öll velkomin!