Sunnudaginn 23. nóvember verður mikið um að vera í kirkjunni okkar, messa, sunnudagaskóli, fræðsla og ævisögukvöld.
Messa og barnastarf kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarf verður á sama tíma í umsjá Kristrúnar, Nönnu og Ara.
Biblíufræðsla eftir kl. 12.15 um 4. kafla Lúkasarguðspjalls.
Ævisögukvöld á Torginu kl. 20. Þá fjallar Hrannar Bragi Eyjólfsson um ævisögu sr. Braga Friðrikssonar. Sr. Þorvaldur Karl Helgason fjallar um ævisögu Karls Sigurbjörnssonar.