Skírdagur kl. 18.00. Boðið er til máltíðar í kirkjuskipinu í messu þar sem slegið verður upp borði og stólum raðað. Kirkjugestir sem eru aflögufærir koma með mat með sér og leggja borð og við snæðum saman og deilum mat hvert með öðru. Brauð og vín er blessað og því deilt út undir borðum. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista.