Torgið í Neskirkju þykir vera einn framsæknasti sýningarsalur hérlendis. Sunnudaginn 2. júlí kl. 11:00 opnar sýning Hulda Stefansdottir í þessu rými. Yfirskrift sýningarinnar er Jaðarstund/Marginal Moments. Listamaðurinn kemst svo að orði í kynningu: ,,Við erum á jaðarstund. Það liggur einhver tærleiki í loftinu á þessum stundum sumarsins. Án skugga engin birta. Án frummyndar engin eftirmynd. Án raddar, ekkert bergmál.“
Við byrjum í kirkjuskipinu þar sem fer fram ,,mínímalísk“ sumarguðsþjónusta (kór, en enginn orgelleikur). Fjallað verður um sýninguna í predikun.