Kór Neskirkju verður með tónleika þriðjudaginn 28. mars kl. 20.00 í Landakotskirkju. Á tónleikunum verða meðal annars frumflutt þrjú kórverk, Filius es sine fine Dei eftir Báru Grímsdóttur, Ave Maria eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Miserere eftir Steingrím Þórhallsson. Ásamt Kór Neskirkju mun Pamela De Sensi spila með á þverflauta. Stjórnandi er auðvita Steingrímur Þórhallsson kórstjórnandi og organisti í Neskirkju. Miðaverð er 3.000 krónur á staðnum (miðasala og posi í safnarheimili, gengið til hægri við kirkjuna). Verið öll hjartanlega velkomin.