Krossgötur þriðjudaginn 14. mars kl. 13.00. Margrét Eggertsdóttir, 
rannskóknarprófessor á Árnastofnun leiðir okkur inn í föstuna með umfjöllun um evrópsk skáld sem ort hafa út frá píslarsögu Jesú Krist. Í því samhengi er Hallgrímur Pétursson verðugur fulltrúi og er áhugavert að skoða og meta sálma hans út frá hinu evrópska samhengi sem hann var hluti af. Kaffiveitingar.