Guðsþjónusta og sunnudagaskóli verður sunnudaginn 13. febrúar kl. 11. Við hefjum samveruna saman í kirkjunni en svo færa börnin sig yfir í safnaðarheimili þar sem söngur og leikir og sögur ráð ferðinni. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Hilda María sigurðardóttir ásamt Ara Agnarssyni sem leikur undir.

Í guðsþjónustunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur, organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ritningarlestra dagsins má finna á vef Þjóðkirkjunnar.