Í ljósi fjölda smita í samfélaginu höfum við ákveðið að fella niður guðsþjónustu og sunnudagaskóla þann 16. janúar. Send verður út hugvekja á facebook síðu Neskirkju, facebook.com/neskirkja.

Biskup Íslands bað söfnuði skömmu fyrir áramót landsins að messa ekki vegna þess hve smitstuðull er hár í landinu. Enn hefur ekki náðst viðunandi staða og sóttvarnarlæknir talar um hertar aðgerðir. Því teljum við ekki rétt að hafa helgihald að sinni. Staðan verður metin áfram.

Guðspjall dagsins er brúðkaupið í Kana. Texta dagsins má lesa á vef þjóðkirkjunnar. Pistillinn felur í sér áminningu og hvatningu sem á vel við núna.

Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. Verið ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru virðingu. Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni. Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.
Blessið þá er ofsækja ykkur. Blessið en bölvið ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.