Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Þema í guðsþjónustu er sköpunin, náttúran og vernd hennar. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggersdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Umsjón með sunnudagaskóla hafa Kristrún Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Söngur, leikir, sögur og gleði.
Hressing og samfélag á Torginu eftir stundirnar. Meðal annars boðið upp á myntute úr garði kirkjunnar.