Krossgötur hefjast þriðjudaginn 14. september og verða kl. 13. að venju. Dagskrá Krossgatna í haust er að mestu lyti unnin af heimafólki. Við segjum frá merkum prersónum Biblíu og íslenskrar kirkjusögu og miðlum frásögum af ferðalögum. Sr. Skúli S. Ólafsson ríður á vaðið og segir frá sr. Jóni Þordsteinssyni píslarvott sem var fórnarlamb sjóræningjanna frá ALgeirsborg 1627. Að vanda er boðið upp á ljúffengar kaffiveitingar og við syngjum við raust.