Sunnudaginn 5. september verður guðsþjónusta og upphaf sunnudagaskólans í vetur. Eftir sameiginlegt upphaf færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið þar sem við tekur söngur, leikur og sögur. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Hilda María Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir auk Ara Agnarssonar sem leikur undir.

Í guðsþjónustunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Hressing og samfélag á torginu að loknu helgihaldi.