Guðsþjónustan kl. 11 þann 25. júlí er hin árlega prjónamessa. Hún fer fram í safnaðarheimili, setið er við borð og kaffi og te á boðstólnum. Fólk er hvatt til að taka með handavinnu. Félagar úr prjónahópi kirkjunnar taka þátt í guðsþjónustunni. Blöð og litir í boði  fyrir yngsta hópinn. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.