Sunnudaginn 24. janúar kl 11 verður sunnudagaskóli í safnaðarheimili og helgistund í kirkjunni. Sóttvarnarreglum verður fylgt og því verður fyrirkomulagið eftirfarandi:

Kl. 11 Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu og er gengið beint inn í safnaðarheimili. Söngur, sögur og gleði. Kex og litamynd á eftir að venju.  Umsjón sr. Steinunn A. Björnsdóttir og Ari Agnarsson.

Helgistund í kirkjunni kl. 11 og er gengið beint inn um aðalinngang kirkju. Umsjón sr. Skúli S. Ólafsson. Organisti Steingrímur Þórhallsson.

Spritt er á staðnum, hvatt til að fjarlægðarmörk séu haldin og hámark 20 fullorðnir á hvorri stund.