Barna og æskulýðsstarf  hefst að nýju 10. janúar. Ný reglugerð fyrir grunnskóla sem leyfir blöndun milli hópa gerir okkur kleyft að hafa starf fyrir börn og unglinga. Við hefjum 6-9 ára og 10 – 12 ára starf næsta þriðjudag, þann 12. janúar, og æskulýðsfundi NEDÓ á þriðjudagskvöldum.

Fermingarstarfið hefst einnig á sunnudag með samverum kl. 18 og 19 fyrir fermingarbörnin. Fræðsla fyrir börn sem taka þátt í vetrarnámskeiði fermingarfræðslunnar hefst að nýju föstudaginn 15. janúar.

Sunnudagaskólinn verður þó að bíða þar til fleiri en 10 fullorðnir mega koma saman. En við erum vongóð.