Barnastarf Neskirkju hefst á ný með sunnudagaskólanum n.k. sunnudag, 6. september kl. 11. Þetta eru skemmtilegar samverur fyrir börn á öllum aldri. Söngvar, sögur, leikrit og leikir. Umsjón hafa sr. Ása Laufey, Ari Agnarsson og Kristrún og Hrafnhildur Guðmundsdætur. Við hlökkum til að sjá ykkur í sunnudagaskólanum, alla sunnudaga í vetur.