Sunnudaginn 26. júlí verður prjónamessa hér í Neskirkju, eins og verið hefur síðustu sumur. Meðlimir úr prjónahóp Neskirkju aðstoða við helgihaldið og fólk er hvatt til að taka með sér handavinnu. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi og samfélag á torginu í guðsþjónustunni og eftir hana.