Fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði kl 18 – 21 er Skammdegisbirta í Neskirkju. Þá bjóðum við upp á létta kvöldvökustemmningu, með tónlist, fyrirlestrum, þéttri súpu og guðaveigum (fyrir þau sem vilja).Það þykir ekki góðs viti þegar börn fá kartöflu í skóinn, það er víst áskorun um bætta hegðun og framkomu þess sem skóinn á! Skammdegisbirta 5. desember er helguð þeim þáttum aðventunnar sem vel má fara að endurskoða og hugsa upp á nýtt. Steingrímur Þórhallsson leikur og kynnir orgelverk sem tengjast aðventu og jólum. Sirrý Arnardóttir, rithöfundur: Þegar kona brotnar og leiðin út í lífið á ný. Sagðar sögur kvenna sem kiknuðu undan álagi en risu upp aftur og standa hnarreistar eftir. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur: Aðventuáskorunin, hvenær urðu jólin streituvaldur í lífi fólks? Pétur Húni Björnsson kallar erindi sitt Jóla(ó)vættir.Umsjón hefur Skúli S. Ólafsson.