Sunndaginn 3. nóvember kl. 18 er komið að sýningarlokum á Torginu í Neskirkju en þá tökum við niður verk listafólksins Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Af því tilefni efnum við til Regnbogamessu í Neskirkju og að henni lokinni gefst fólki kostur á að ganga um Torgið og virða listaverkin fyrir sér. Prestar Neskirkju þjóna, Hinsegin kórinn syngur undir stjórn Helgu Margrétar Marzellíusardóttur. Sigurður Helgi Oddsson er við hljóðfærið.