Sunnudaginn 20. október verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Við hefjum stundirnar sameiginlega í kirkjunni og svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng við stjórn og undirleik Maríu Kristínar Jónsdóttur . Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Sunnudagaskólinn er í umsjá sr. Skúla S. Ólafssonar, Árna Þórs Þórssonar og Ara Agnarssonar sem leikur undir í söng og leik. Þar má búast við hressum söng og skemmtilegum sögum.

Samfélag og hressing á torginu að vanda eftir messu og sunnudagaskóla.