Sunnudaginn 15. september er messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Þór Ólafsson prestur á Melstað tekur þátt í messunni,  predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista.

Sunnudagaskólinn er í umsjá Rúnars Reynissonar og Ara Agnarssonar. Þar má búast við söng, leik og fræðslu í máli og myndum.

Hressing og samfélag að loknum stundunum á torginu í safnaðarheimilinu.