Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins. Söngur, leikur, sögur. Umsjón hefur vaskur hópur: Katrín H. Ágústsdóttir, Margrét H. Atladóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnarsson sem leikur undir söng. Í messunni syngur kór Neskirkju og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir og umræðuefnið er óvæntar uppákomur í veislum.