Um verslunarmannahelgi verður messað kl. 11 á sunnudag að venju. Að þessu sinni verður notað einfalt messuform og við íhugum 23. Davíðssálm, Drottinn er minn hirðir. Félagar úr kór Neskirkju leiða sönginn, prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Hressing og samfélag á kirkjutorgi eftir messu að vanda. Allir hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir. Litir, blöð og leikföng fyrir yngstu kynslóðina.