Prjónamessa kl. 11 þann 28. júlí. Messan er hefðbundin en fólki er boðið að koma með handavinnuna og prjóna, hekla eða sauma í messunni. Textar, sálmar og predikun tengjast þemanu og Halldóra Sigríður Steinhólm Bjarnadóttir og Jóhanna Elin Guðmundsdóttir, félagar í prjónahópi Neskirkju aðstoða við messuna. Félagar úr Kór Neskirkju leiða söng og prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir og blöð á staðnum fyrir yngri gesti. Kaffihressing og samfélag eftir messu.