Að kvöldi uppstigningardags, fimmtudaginn 30. maí, kl. 20.00 syngur Kór Neskirkju vorsöngva og sálma í kirkjunni. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir flytur hugvekju. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí á Torginu að samveru lokinni. Hver veit nema að þar verði einnig uppstiginn og uppvaxinn gróður úr aldingarði organistans?