Á Krossgötum kl 13 þann 30. apríl mun Þorsteinn Helgason fyrrverandi kennari við Háskóla Íslands fjalla um Tyrkjaránið og ýmis minni sem því tengjast. Þorsteinn er sagnfræðingur og doktorsverkefni hans bar yfirskriftina Menning og saga í ljósi Tyrkjaránsins. Hann er flestum fróðari um þennan viðburð í sögu okkar en hefur einnig fjallað mikið um þjóðminningar og hvernig minningar eru notaðar eða birtast í sögu og menningu.