Messa og máltíð kl. 18.00. Boðið er til máltíðar í kirkjuskipinu þar sem slegið verður upp borði og viðstaddir gæða sér á mat sem þau koma með sem geta og gefa með sér. Brauð og vín er blessað og því deilt út undir borðum. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista.