Þann 31. mars er messa og sunnudagaskóli að vanda kl. 11. Háskólakórinn syngur og leiðir söng í messunni undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í predikuninni verður rætt um brauð frá ýmsum hliðum. Manna í eyðimörkinni, brauð lífsins, altarisbrauð, jafnvel daglegt brauð.
Sunnudagaskólinn er í umsjá Katrínar H. Ágústsdóttur, Margrétar Hebu Atladóttur og Ara Agnarssonar. Þar verður mikið sungið og leikið. Sameiginleg hressing og samfélag á Torginu eftir stundirnar.