Prjónakvöld 25. mars. Prjónahópur Neskirkju er óformlegur hópur áhugafólks um handavinnu og samfélag. Við komum með handavinnu, hitum kaffi og te og spjöllum saman, sýnum afrakstur, leitum ráða, lærum eitthvað nýtt og eigum góða stund saman. Samverur eru einu sinni í mánuði, síðasta mánudag hvers mánaðar  kl. 20. Næsta samvera er 25. mars kl. 20 í kjallara Neskirkju.