24. febrúar er Biblíudagurinn í kirkjunni. Þann dag er að venju messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Umræðuefnið er meðal annars munurinn á illgresi og pálmatrjám í glerhjúp og hvernig hægt er að ljúga með skoðanakönnunum. Og auðvitað Biblían.

Katrín, Gunnar og Ari  halda uppi fjörinu í sunnudagaskólanum í söng og leik. BIBLÍA verður örugglega sungið  í tilefni dagsins og vænta má Nebba eða annarra góðra gesta.

Biblíur á ýmsum tungumálum verða til sýnis á Torginu í kaffinu eftir messu í tilefni dagins.