Messa og sunnudagaskóli 17. febrúar

//Messa og sunnudagaskóli 17. febrúar

Þann 17. febrúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11 að venju. Við söfnumst saman í kirkjunni og eftir sameiginlegt upphaf skunda börnin í safnaðarheimilið þar sem Gunnar Thomas Guðnason, Ari Agnarsson og sr. Skúli S. Ólafsson halda uppi fjörinu.

Í messunni syngur Háskólakórinn undir stjórn Douglas Brotchie sem leikur einnig á orgel. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Umræðuefnið er dæmisagan um talenturnar. Að loknum stundunum er létt hressing, kaffi og samfélag á torginu að vanda.

By | 2019-02-14T10:51:26+00:00 14. febrúar 2019 10:44|