Sunnudagurinn 3. febrúar er bænadagur að vetri. Þann er er að venju messa og sunnudagaskóli kl. 11. Við hefjum stundirnar saman inni í kirkju en barnastarfið færir sig síðan yfir í safnaðarheimilið. Kór Neskirkju syngur í messunni og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Barnastarfið er í umsjón Katrínar H. Ágústsdóttur, Margrétar Hebu Atladóttur og Ara Agnarssonar.

Hressing og samfélag á torginu að stundunum loknum.