Nú árið er liðið… Aftansöngur á Gamlársdag kl. 18

//Nú árið er liðið… Aftansöngur á Gamlársdag kl. 18

Nú árið er liðið í aldanna skaut… Við kveðjum árið 2018 við aftansöng kl. 18 á Gamlársdag og syngjum saman áramótasálma. Kór Neskirkju leiðir sönginn og syngur fyrir okkur og við aftansönginn er hátíðartónið sungið. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og organisti Steingrímur Þórhallsson.

By | 2018-12-30T22:16:48+00:00 30. desember 2018 02:36|