Pílagrímamessa og sunnudagaskóli

//Pílagrímamessa og sunnudagaskóli

Þann 30. desember verður messa og sunnudagaskóli kl. 11 að venju. Messan verður með pílagrímaþema og er hugleiðing út frá 23. sálmi Davíðs. Þetta er tækifæri til kyrrðar og íhugunar í árslok. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, organisti er Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng. Sunnudagaskólinn er í umsjá Katrínar H. Ágústsdóttur og Ara Agnarssonar. Hressing og samfélag á kirkjutorginu að loknum helgistundum.

 

By | 2018-12-28T11:11:16+00:00 28. desember 2018 11:11|