Þann 30. desember verður messa og sunnudagaskóli kl. 11 að venju. Messan verður með pílagrímaþema og er hugleiðing út frá 23. sálmi Davíðs. Þetta er tækifæri til kyrrðar og íhugunar í árslok. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, organisti er Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng. Sunnudagaskólinn er í umsjá Katrínar H. Ágústsdóttur og Ara Agnarssonar. Hressing og samfélag á kirkjutorginu að loknum helgistundum.