Á Þorláksmessu er messa og sunnudagaskóli kl. 11 að vanda. Í messunni verður rætt um heilagan Þorlák og hefðir í lífi okkar og við njótum þess að syngja jólasálma við undirleik Steingríms Þórhallssonar. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Þau Katrín Helga Ágústsdóttir og Ari Agnarsson halda uppi fjörinu í sunnudagaskólanum í tali og tónum og svo er að venju létt hressing og samfélag á Torginu eftir messu.