Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur eru sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson sem predikar. Söngur, gleði og gaman í barnastarfinu í umsjá Katrínar Helgu Ágústsdóttur, Magrétar Hebu Atladóttur og Ara Agnarssonar. Að lokinni messu verður sýningin „Gerður Helgadóttir“ opnuð. Listamaðurinn skipar stóran sess hjá Neskirkju því tvö glerlistaverk hennar prýða kirkjuskipið. Samfélag og kaffiveitingar.