Kristniboðsdagurinn 11. nóvember

//Kristniboðsdagurinn 11. nóvember

Sunnudaginn 11. nóvember er kristniboðsins minnst í Þjóðkirkjunni. Þá er að venju messa og barnastarf kl. 11. Kristján Þór Sverrisson kristniboði kemur í heimsókn og segir frá starfi kristniboðssambandssins. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni og færst svo í safnaðarheimilið. Fjörinu þar stýra Jónína Ólafsdóttir, Katrín Helga Ágústdóttir og Ari Agnarsson.
Hressing og samfélag á Torginu að loknum helgistundunum.

By | 2018-11-08T11:11:38+00:00 8. nóvember 2018 11:11|